<BR>
Sælir aftur DVD áhugamenn nær og fjær!<BR>
<BR>
Lítill maur sendi mér bréf of spurði mig hvernig innkaupaferlið á myndum gegnum vefverslanir væri. Í staðinn fyrir að senda honum svarið beint, ákvað ég bara að skrifa hérna inni svo allir geti lesið það:<BR>
<BR>
Fyrir það fyrsta þurfið þið að finna ykkur vefverslun sem þið treystið fyrir kortanúmerinu ykkar. Eins og ég minntist á í fyrri greininni minni um vefverslanir, þá er “traust” eitthvað sem hægt er kaupa og skemma, þannig að þetta mál er vandmeðfarið svo ekki sé meira sagt. Ég mælti ávalt hiklaust með dvdexpress í “gamla daga” en þeir eru ónýtir í dag. Ykkar besta (og eina) von er í raun að fá upplýsingar frá öðrum, og tel ég að hin greinin og innsend álit við henni séu saman hin ágætasta uppspretta slíkra upplýsinga.<BR>
Menn mæla með play.com, blackstar og amazon, og ekki að ástæðulausu.<BR>
<BR>
Í annan stað þurfið þið að skrá ykkur sem notanda á síðunni sem þið ákveðið að kaupa frá, og gefa upp allar nauðsynlegar persónu-upplýsingar. Þetta er geymt á góðum stað með kortanúmerunum, þannig að þetta <B>Á</B> ekki að geta lekið út!<BR>
<BR>
Í þriðja lagi þurfið þið nú að velja ykkur einhverjar myndir til að kaupa, og bæta þeim í “<I>Shopping Cart</I>”. Þegar þið eruð komin með nóg af myndum, farið þið í “<I>Checkout</I>” og þá fáið þið að sjá hvað sendingakostnaðurinn er mikill (þær tölur finnast reyndar alltaf í einhverjum Help skrám á síðunum.. bara leita) og hvað heildar sendingaverðið er hátt.<BR>
Þið takið þá tölu <B>X</B> gengi þeirrar erlendu myntar sem verslunin notar (dollari eða pund eða whatnot) <B>X</B> 1,345 (24.5% virðisauki og 10% vörugjald gera 34,5% ofaná heildar verðið) og þá sjáið þið hvað heildar pakkinn kostar með tolli og vaski og öllu.<BR>
<BR>
Þegar þið eruð sátt við pönntunina ykkar, smellið þið á “<I>Send</I>” eða “<I>Finalize</I>” eða “<I>Close Orde</I>” eða hvað sem takkinn heitir á síðunni sem þið eruð að versla af, og pönntunin leggur sjálfsagt af stað samdægurs ef myndin er til á lager.<BR>
Ef þið panntið til dæmis frá <A HREF="http://www.blackstar.co.uk">http://www.blacksta r.co.uk</A>, sem er sá staður sem ég versla mest við í dag, tekur pönntunina tæpa viku að koma til landsins. Þá fáið þið bréf frá tollstofunni, þar sem þið eruð beðin um að skrifa undir umboð fyrir því að þeir taki og opni pakkann ykkar til að leita að smygli og sækja kvittunina sem er í kassanum. Þið faxið undirskriftina á þá (ja, eða farið með hana ef þið búið nálægt) og þeir byrja tollunarferlið. Ef pönntunin er yfir 10 þúsund (minnir mig) þarf að gera alvöru tollskýrslu fyrir þetta og kostar það einhverjar 2000 krónur. Ef þið hins vegar panntið fyrir minna, er bara gerð gírókrafa á þetta, og þið borgið einhverjar ~350 krónur fyrir það!<BR>
<BR>
Semsagt, starfsmenn Íslandspósts keyra svo pökkunum heim til ykkar, og rukka fyrir tollinn og virðisaukaskattinn á staðnum. (og taka ekki kreditkort) Ef þið eruð ekki heima, eða getið ekki borgað, fáið þið bara “Sækja mig á pósthúsið” miða, og þeir fara með pakkann á pósthúsið þar sem hann býður ykkar daginn eftir.<BR>
<BR>
Svo þegar kortatímabilinu lýkur, pungið þið út fyrir restini af innkaupaverðinu, ásamt haug af öðru drasli sem fylgir því að eiga kreditkort :D<BR>
<BR>
Kveðja,<BR>
&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;DVD Diskurinn<BR