Leikstjóri: Peter Farrelly
Aðalhlutverk: Jim Carrey, Jeff Daniels, Lauren Holly, Mike Starr, Karen Duffy, Charles Rocket, Victoria Rowell og Joe Baker
Handritshöfundar: Bobby Farrelly, Peter Farrelly
Framleiðsluár: 1994
Lengd myndar: 101 mínúta
Núna ætla ég aðeins að tala um uppáhaldsmyndina mína. Það er að sjálfsögðu Dumb & Dumber, eitt mesta meistaraverk sem hefur verið tekið upp á filmu. Í þessari mynd leikur Jim Carrey leikur seinheppnan mann sem heitir Lloyd og ekur eðalvögnum í vinnu sinni ( til að byrja með allavega ) og Jeff Daniels leikur vinn hans, Harry sem er ábyggilega enn seinheppnari en Lloyd.
Myndin byrjar þannig að Lloyd keyrir ást lífs síns á flugvöllinn, Mary ( Lauren Holly ). Á flugvellinum skilur hún töskuna sína eftir og Lloyd sér það og nær töskunni og ætlar að láta hana hafa töskuna aftur, en hún er farinn til Aspen. Hann klessir eðalvagninn sinn og er rekinn og sama má segja um Harry og fara þeir því heim atvinnulausir þennan dag.
Þegar þeir eru komnir heim er fólkið sem átti að fá töskuna sem Mary “gleymdi” á flugvellinum komnir í smá heimsókn en Harry og Lloyd flýja. Þegar þeir snúa aftur er páfagaukurinn þeirra dáinn og þeir ákveða því að hefja nýtt líf og flytja til Aspen þar sem “vinkona” Lloyd fór.
Svo eftir þetta hefst heilmikið ævintýri og mikið ferðalag þar sem fyndnustu hlutir gerast. Svo er án efa fleygasta setnig kvikmyndasögunnar í þessari mynd en hún hljómar svona “you´re one pathetic looser”, ef þið hafið ekki séð þessa mynd farið þá núna og sjáið hana því ég lofa ykkur því að þið verðið ekki svikinn.
*****/*****
P.S. Svo er væntanlegt framhald myndarinnar, sem gerist áður en fyrri myndin gerist, þ.e. í æsku Harry og Lloyd og ég og vænanlega fjölmargir aðrir bíða spenntir eftir þeirri mynd.
__________________________