“11. september” íslenskrar kvikmyndasögu skall á þann 24.nóvember síðastliðinn þegar einni kvikmynd var “flogið” inn í mitt Smárabíó með þeim afleiðingum að ég og án efa fleiri kvikmyndahúsagestir, munu fara með mikilri varkárni í bíó aftur.
Umrædd kvikmynd heitir “Swimfan” og hélt ég að hér væri á ferðinni mögnuð spennumynd með Nicholas Cage hoppandi úr þyrlu ofan á húsþak til að reyna að afstýra því að vondi karlinn myndi sprengja um ráðstefnuhöllina í L.A. og hreinlega allur pakkinn en þvílíkar ranghugmyndir.
Eftirvænting um góða spennumynd breyttist í martröð þegar ég sá að í öllum helstu hlutverkum voru væmnir strákar, klipptir út úr dönsku unglingatímariti og það fyrsta sem ég sá fyrir mér var peningurinn sem ég borgaði í miðasölunni…. ég hefði þess vegna getað kveikt í honum.
Ég vissi alveg í hvað stefndi með myndina þannig og það litla sem ég sá af myndinni var hörmung og ég gat ekki einu sinni sofnað fyrir hávaðanum í “spennuatriðunum” sem voru það mislukkuð enda fær Djúpa lauginn á Skja Einum frekar hárin til að rísa (allaveganna þegar þeir sýna stelpurnar í salnum)
Ég komst sem betur fer lifandi út úr salnum í hlénu en talið er að allt af 150 manns hafi orðið eftir inn í Smárabíói áfram.
Ef einhvern tímann ég hefði viljað borgað einhverjum pening fyrir að vara mig við kvikmynd, þá hefði það verið einmitt þarna en þessi átti greinilega að fara strax út á myndband og skil ég ekki hvernig hún slapp í bíósalinn.
Góðar stundi