Eins og áður er ég hérna með gagnrýni af ComingSoon.net en að þessu sinni er það stórmyndin Two Towers og er þessi gagnrýni sú fyrsta sem sést á netinu.
<a href="http://www.comingsoon.net/cgi-bin/archive/fullne ws.cgi?newsid1038318469,57634,“>Gagnrýnin á ensku</a>. ATH. Þetta er brot af annari gagnrýni, hana má finna á síðunni hér til hliðar.
”Eitt orð sem tilkynnir mesta afrek myndarinnar, ‘Gollum’. Tilkomumesta notkun á CGI tæknibrellum sem sést hefur. Síðan eru tvö önnur orð sem standa uppúr, ‘Helm’s Deep’. 45-mínútur af ótrúlegum hasar, framúrskarandi á hverju sviði, áhættuatriðin og allt eru hreint ótrúleg. Að lokum eru þrjú orð sem standa uppúr, ‘öll helvítis myndin’. Two Towers stenst allar væntingar á öllum sviðum og þar af leiðandi lætur Fellowship of the Ring líta út sem B-mynd.
Stór kostur við myndina er að við þekkjum persónurnar fyrir, þannig að handrit Jackson’s og Fran Walsh’s eyddi engum tíma í að kynna þær neitt meir og þeytist beint áfram, með tæknibrellum sem enginn getur sakað um að séu of ýktar.
Skrímslin í myndinni eru allt frá stórkostlegum ofurtegundum af orkum og hálfgerðum fílum (sem eru alvarlega flottir) til tegunda eins og ‘orc charges’, varganna og talandi trjákarlanum Treebeard, sem er fullkomnlega talsettur af John-Rhys Davies (Gimli). En mestu hefur verið beint að Gollum. Hversu mikið af hlutverki Andy Serkis (talsetur Gollum) er skilið eftir er ráðgáta en þetta er þannig augnablik að maður fer að pæla hvenær það verður að tölvugerð persóna hlýtur Óskarinn fyrir bestan leik. Enda þetta á svolitlu sem Bela Lugosi sagði um Boris Karloff í Ed Wood, ‘Jar Jar Binks er ekki verður þess að sniffa skít Gollum’s.’
Tolkien aðdáendur munu hins vegar fá eitthvað til að væla yfir. Mörgum mikilvægum hlutum er sleppt, atriðum sleppt til að hafa í þriðju og síðustu myndinni, en í heildina skiptir þetta engu máli því að Lord of the Rings: The Two Towers er svo sannarlega mikið meistaraverk."
Afsakið ef ykkur finnst þýðing eitthvað léleg.
Ég get núna einfaldlega bara ekki beðið eftir Two Towers!