Nú er að byrja desember og maður ekki kominn í neinn jólafíling. Þá er oft hægt að horfa á kvikmyndir til að komast í rétta stemningu. Þá myndi maður velja sér 24 myndir til að horfa á, eina fyrir hvern dag fram að jólum. Svona væri mín upptalning….
1.des Less Than Zero(1987): Má allveg byrja á svona þungri mynd um unglinga sem eyða jólafríinu sínu í eiturlyfjavímu. Robert Downey Jr. að sýna sitt rétta andlit hér.
2.des Lethal Weapon(1987): Svona skemmtileg eighties löggumynd með jólaþema og má hafa smá ofbeldi í byrjun mánaðarinns.
3. des Die Hard(1988): Halda aðeins áfram í ofbeldinu en samt góður jólafílingur í þessari mynd, sérstaklega þegar ónefndur hryðjuverkamaður er klæddur jólahúfu og bundinn við stól.
4.des Die Hard 2(1990) : Maður verður náttúrulega að halda áfram að horfa á John McClane stúta hryðjuverkamönnum um jólahátíðina en núna bara á flugvelli í stað háhýsis.
5.des The Long Kiss Goodnight(1996): Nóg af snjó og Samuel L Jackson í banastuði getur ekki klikkað og kemur manni í gott skap.
6. des Reindeer Games(2000): Jafnvel Ben Affleck ætti að geta komið manni í jólafíling en aðallega Gary Sinise í jólasveinabúning. Nóg komið af ofbeldi.
7. des Eyes Wide Shut(1999): Allt í lagi að blanda smá losta inn í jólin og nóg af jólaseríum í þessari mynd. Kubrick greinilega mikill ljósamaður.
8.des Batman Returns(1992): Ef fólk er ennþá svoldið dapurt og þunglyndið af skammdeginu ennþá að skemma þá er svosem í lagi að kíkja á eina dökka mynd svona áður en hátíðin hefst.
9. des Trading Places(1983): Eddie Murphy og Dan Akroyd fara á kostum í klassískri grínmynd. Akroyd er minnistæður í senunum þar sem hann klæðist jólasveinabúning og drekkur viský. Huggulegasti jólasveinn sem ég hef séð.
10.des Gremlins(1984): Litlir skrattar sem ráðast á allt í smábæ jafnvel jólasveininn. Kemur manni alltaf í gott skap.
11 des. Mixed Nuts(1994): Svolítið öðruvísi jólamynd um furðulega karaktera með Steve Martin og Adam Sandler í fararbroddi.
12.des Trapped in Paradise(1994): Hey muniði þessi var heimsfrumsýnd hér á Íslandi og það þótti ótrúlega merkilegt. Jólamynd með Nicolas Cage,Jon Lovitz og Dana Carvey í hlutverkum þriggja bræðra sem lenda í hremmingum.
13.des Ghostbusters(1984): Sko ef Ghostbusters kemur manni ekki í gott skap er þarf maður á Prozaci að halda.
14.des Jingle All The Way: Achnuld í leit að leikfangi um jólin er náttúrulega snilldarsöguþráður, hey hún gerist um jól það er nóg.
15.des Jack Frost(1998): Batman sjálfur Michael Keaton leikur pabba sem deyr í bílsslysi en snýr aftur sem snjókarl. SNILLD
16.des The Muppets Christmas Carol(1992): Prúðuleikararnir fara á kostum ásamt Michael Caine í hlutverki Ebenezer Scrooge.
17.des Scrooged(1988): Ef að fólki finnst Michael Caine ekki nógu góður þá er hægt að kíkja á þessa þar sem Bill Murray leikur Ebenezer á snilldarhátt. Mjög skemmtileg gamanmynd sem kemur manni í jólafíling.
18.des The Santa Clause(1994): Tim Allen drepur óvart jólasveininn og þarf að fylla í skarð hans.
19. des Home Alone(1990): Það er sama hversu mikið fólk segist hata strákinn þá veit maður að allir elskuðu þessa mynd þegar þeir voru yngri og horfðu á hana um jólin. Ein vinsælasta jólamyndin.
20.des Home Alone 2(1992): Það þarf auðvitað að horfa á framhaldið sérstaklega af því hún gerist í Beirút Bandaríkjamanna, New York. Mér fannst alltaf Joe Pesci og Daniel Stern halda myndinni uppi.
21.des Groundhog Day(1993): Kannski ekki beint jólamynd en gerist samt um hátíð og lætur manni alltaf líða vel. Skylduáhorf
22.des The Grinch(2000): Það væru engin jól án þess að Jim Carrey reyndi að stela þeim í bænum Whoville.
23.des The Night Before Christmas(1993): Alltaf snilld að kíkja á þessa um jólin þótt hún sé kannski aðeins og spooky fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar.
24.des Christmas Vacation(1989): Allgjörlega krýndur konungur jólamyndanna. Ég get ekki borðað jólamat eða opnað jólapakka án þess að vera búinn að horfa á þessa mynd fyrst. Langbesta myndin hans Chevy Chase, Randy Quaid fer gjörsamlega á kostum sem Cousin Eddie.