Komiði blessuð og sæl hugar og auðvitað ofurhugar
Ég er nokkurskonar týpa sem altaf er hangandi í fornbókaverslunum,videoleigum og söfnum að leita að einhverju.Um daginn var ég á bólakafi í video safni Frænda míns sem er fyndnasti maður sem ég hef hitt um mína ævidaga. Ég fann hjá honum spólu sem hét the Century of Cinema og var eftir engan annan en Martin Scorseese(gæjann sem gerði Taxi Driver og fleiri góðar myndir sem gaman er að horfa á í góðra vina hópi).Ég fylltist strax miklum áhuga og fékk hana lánaða hjá frænda umsvifalaust.
Myndin er þannig að Martin Situr í litlum stól(Ja stóllinn er lítill miðað við augnabrýrnar hans hohoho)og talar um þær kvikmyndir sem hafa haft mest áhrif á hann í kvikmyndagerð sinni.
Hann ræðir mikið um leikstjóra eins og John Ford,D.W Griffith og Cecil B.Demille.Hann sýnir líka mikið brot úr þessum myndum oog það er virkilega skemmtilegt að sjá Kvikmyndalistin hefur þróast í gegnum árin.
Ég ráðlegg öllum sönnum Kvikmyndaunnendum að sjá þessa dásamlegu (heimildar)mynd og njóta þess.Þess má einnig geta að hún er ágætur fróðleiksmoli um bíómyndir á árunum 1915-1960.
Stjörnugjöf:***1/2
P.s. by the way Ég var að lesa um það að þegar Martin var að leita að leikurum í Taxi Driver Lét hann 12 ára stúlku leika hlutverk vændiskonunnar í myndiinni.Hann sagði sjálfur að hlutverkið væri fullkomið fyrir tvítuga konu.