French connection 1&2
Árið 1971 kom út óskarsverðlaunamynd að nafni The French Connection. Ég held að sú mynd hafi eftir sanna sögu en get þó ekki fullirt það. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna og vann hún fimm þeirra t.d fékk Gene Hackman óskarinn fyrir leik sinn á Jimmy, leikstjórinn William Friedkin fékk óskar, besta handrit og svo fleiri verðlaun. Hún var þá um lögreglumann að nafni Jimmy Doyle. Sú mynd finnst mér mjög góð og er ein af mínum uppáhaldsmyndum.
Árið 1975 kom svo út framhaldsmynd að nafni French Connection 2 og tel ég hana vera töluvert verri an fyrri myndin. Það vantar allan kraft og anda.
Ég ætla að skrifa hér stuttar umfjallarnir um þær báðar.
French Connection (1971)
Leikstjóri: William Friedkin
Aðalhlutverk: Gene Hackman, Alain Charnier.
Handrit: Ernest Tideman
French Connection er mynd sem kemur frá árinu 1971. Hún fjallar um harða löggu að nafni Jimmy “Popyey” Doyle. Þessi maður var til í raunveruleikanum og byggist myndin um eitt að hans málum.
Myndin snýst um eiturlifjasmygl frá Frakklandi til New York í Bandaríkjunum. Popeye eins og Jimmy er kallaður gerir allt til að handtaka smyglarana.
Myndin byggist á góðum leik þá sérstaklega hjá Gene Hackman og er þetta sú mynd sem skaut honum upp á stjörnuhiminninnm, frábærri leikstjórn og góðu handriti. Gene Hackman efaðist um að hann gæti leikið í sumum atriðinum í myndinni, þegar myndin er gerð er hann ekki orðin frægur og efaðist um leikhæfileika sína. Það eru nokkur atriði sem er væntanlega virkilega erfitt að leika t.d atriðið þegar hann ræðst inn á bar fullan af dóphausum og sölum og fer að leita að þeim, hann blaðrar þá yfir þeim inn og út og er þetta atriði mjög vel leikið.
Myndin er í rauninni mest allan tímann eltingaleikur “kattarins og músarinnar” en þetta er gert allt raunverulegt, ekkert Triple X kjaftæði þarna á ferð.
Myndin vann til fimm óskarsverðlauna meðal annars fyrir besta leik í aðalhlutverki, handrit og leikstjórn. Myndin var tilnefnf til átta óskarsverðlauna.
Myndin innheldur eitt frægasta bílaeltingaratrið allra tíma og er það atriði ótrúlega flott. Myndin var að stórum hluta til tekin upp án leyfis og meðal annars þetta bílaatriði.
Ég tel þessa mynd vera snilld og á fyllilega skilið þrjár og hálfa sjörnu ef ekki fjórar, ég get eiginlega ekki gert upp á milli.
French Connection 2 (1975)
Leikstjóri: John Frankenheimer
Aðalhlutverk: Gene Hackman
Handrit: Robert Dillon
Þau hafa komið ófá lélegu framhöldin og þetta er eitt af þeim.
Aðal vandamáilð við þessa mynd er það að hún er mun leiðinlegri en sú fyrrir. Mjög lítið um hasaratriði og meira einblímt á persónurnar. Það góða við myndina er aðallega leikurinn hjá Gene Hackman en hann sýnir hér alveg jafn góðan leik hér og í fyrri myndinni.
Jimmy Popye Dolye er sendur til Frakklands til að hjálpa frönsku lögreglunni að stoppa eiturlifjasmyglara ( þið sem hafið séð myndirnar vitið hvern ég á við).
þetta er nú allur söguþráðurinn og handritið að myndinni er ekki nærii eins gott og í þeirri fyrri. Mikið um frekar leiðinleg samtöl.
Myndin hefur þá góðar hliðar t.d skemmtilegt samband Jimmy og frönsku lögreglurnar og góðan leik hjá Gene Hackman en hann var einmitt tilnefndur til óskars fyrir leik sinn í myndinni en vann þó ekki.
Þessi mynd hangir nú yfir meðallagi en eru þó mikil vonbrigði eftir frábærann fyrri hluta. Myndin fær hjá mér tvær og hálfa stjörnu.
Ég mæli með DVD pakkanum af þessum myndum saman, annars er bara hægt að kaupa mynd númer eitt ef að hún er til sér. Ég keypti mitt sett á spáni og var svo óheppinn að fá engan disk með aukaefni heldur bara tvær myndir.
Góður fyrri partur, lélegur seinni partur.