Dirty Harry
Kvikmyndin Dirty Harry fjallar um eina harðskeyttustu löggu kvikmyndasögurnar. Nafn hans er Harry Callahan og hann er kallaður Dirty Harry.
Af hverju er hann kallaður Dirty Harry? Er það út af því að hann fær sóðalegustu verkin eða því að hann er harðastur? Ég myndi svara báðu játandi.
Dirty Harry er leikinn af mínum uppáhalds leikara Clint Easwood og er þetta ein af hans klassísku myndum. Ég held að allir kvikmyndaáhugamenn hafa í það minnsta heyrt um myndina Dirty. Myndin er frá árinu 1975 en þá kom einmitt út önnur mynd um harðskeytta löggu, sú mynd er Ftench Connectiom, en nóg um það.
Þessi mynd hefur mikið skemtanargildi og innheldur svöl atriði, húmor og spennu.
Persónan Dirty Harry er svöl og fyndin.
Söguþráður myndarinnar er ekki flókinn en hljómar svo: Það er brjáluð leyniskytta sem skaut konu af háu húsþaki og hótar að drepa fleiri. Morðingjan leikur Andy Robinson og stendur hann sig með príði.
Dirty Harry gerir allt, gjörsamlega allt sem hann getur til að stoppa þennan brjálaða morðingja og snýst myndin um eltingaleik Harry og Andy.
Leykstjóri myndarinnar er Don Siegel en hann og Sergi Leone eru þeir leikstjórar sem unnu mest með “Clintinum Eastwood”. Leykstjórnin er fín í þessari mynd en kvikmyndatakan er frekar skrítinn og fór stundum í taugarnar á mér. Svo er það tónlistin en hún er stærsti galli myndarinnar, svona Disco tónlist en mér hefur aldrei fundist sú tegund að tónlist passa inn í kvikmynd nema það væri japönsk klámmynd.
Útkoman er þrjár og hálf stjarna fyrir það helst að vera frábær skemmtun.
Verð að koma með svölustu ræðu allra tíma sem Dirty fer með.
"I know what you're thinking. Did he fire six shots or only five? Well, to tell you the truth, in all this excitement, I've kinda lost track myself. But being as this is a .44 Magnum, the most powerful handgun in the world, and would blow your head clean off, you've got to ask yourself one question: Do I feel lucky? Well, do ya punk