Sailor Ripley (Nicolas Cage) og Lula Fortune(Laura Dern) eru
kærstupar en móðir hennar bannar þeim að vera saman en
það tekst ekki þannig hún borgar manni fyrir að drepa Sailor.
Sailor tekst að verja sig, drepur árásamanninn og fer í nokkra
mánuði (ár?) í fangelsi. Þegar hann losnar ákveður hann og
Lula að fara til Kaliforníu og þau hefja för sína. Móðir Lula líst
hræðilega á það og leigir leigjumorðingja til að elta þau og
drepa Sailor. Sailor og Lula kynnast Bobby Peru (Willem
Dafoe) sem er illræmdur bankaræningji og vill fá Sailor með
sér í næsta bankarán sitt…

Þessi mynd er mjög góð þótt hún stendur sig ekki upp sem
venjuleg sýrumynd David Lynch. Myndin er nokkuð vegin vísun
til galdrakarlsins í Oz og er byggð á bók eftir Barry Gifford sem
skrifaði með Lynch Lost Highway. Willem Dafoe er í einu af
sínu eða bara besta hlutverki sínu og virkar mjög sem
ógeðslegur, perralegur ræningji og morðingji. Ég mæli með
henni sérstaklega til allra Lynch aðdáendur sem hafa yfirséð
hana.