Leikstjóri: Craig R. Baxley.
Leikarar: Nancy Travis, Matt Keeslar, Kimberly J. Brown, Melanie Lynksey…etc.
Special FX: Dave Dupuis…etc.

Í gegnum tíðina hafa “sjónvarpsmyndir” Stephen King’s verið þær bestu sem komið út hafa eftir bókum hans, þar má m.a. nefna IT, Salem’s Lot, Storm of The Century og The Stand.
Það sem aðgreinir þessar myndir frá öðrum er það að þær eru yfirleitt óhemju langar og þú þekkir alltaf klippinguna, það er gert ráð fyrir auglýsingahléum. Maður venst þessum klippingum fljótlega(maður getur nú ekki annað) en tíminn sem fer í að horfa á eitt svona stykki er aftur á móti önnur saga.
Aftan á hulstrinu stendur að þessi mynd sé 258min en eitthvað finnst mér gruggugt við það því DVD spilarinn sýndi aðrar tölur… ótrúlegt að ég hélt mér vakandi eftir þetta enda þurfti ég að sofa í einhverja 2 tíma eftir að ég sá þetta.
Rose Red var sýnd í þremur hlutum í útlandinu og útskýrir það kannski hvernig fólk lifði það af að horfa á hana, persónulega væri ég ekki tilí að þurfa að flokka þessa mynd í aldurstakmörkun því að það er ómögulegt verkefni… segi frá því síðar.

Dr. Joyce Reardon er með áráttu fyrir Rose Red… til að útskýra þetta nánar þá er Rose Red hús(frekar höll) frá u.þ.b. 1900. Í þessu skemmtilega húsi hafa 23 manneskjur annað hvort dáið eða horfið, þ.a.m. 5 menn og 18 konur. Konurnar eiga það til að hverfa en mennirnir einfaldlega að deyja, og eins og flestir geta giskað á þá er það reimt.
Aftur að Joyce. Hún ætlar að fara í leiðangur til að sanna tilvist drauga sem er því miður ekki tekið of vel(kannast einhver við þetta?). Hún tekur með sér hóp af fólki sem allt hefur einhverja krafta, flest eru þau skyggn en skynja hluti mismunandi. Í þessum hóp er einnig 15 ára einhverf stúlka sem er með krafta á við Guð.
Joyce tilkynnir þeim að húsið sé eins dautt og það getur orðið því ekki hefur orðið vitni af reimleika í yfir 7 ár. Hún er aftur á móti með annað í huga, hún ætlar að nota krafta stúlkunnar til að vekja upp það sem er í þessu húsi, með hrikalegum afleiðingum auðvitað…

Í fyrsta lagi er þessi mynd allt of löng, það hefði auðveldlega verið hægt að klippa hálftíma af henni.
Leikararnir eru allir þokkalegir og nokkur þekkt andlit þ.á.m. Myndatakan er skemmtileg en ekkert nýtt á ferðinni og förðunin… já ég segi ekki meira.
Í sambandi við aldurstakmarkið á þessari mynd þá gæti það verið ómögulegt verkefni, myndin gerist svo hrikalega hægt og verður að segjast að þessir draugar eru ekki þeir hrikalegustu sem ég hef séð… Held að bönnuð innan tólf ára hefði verið nóg, en ekki eru allir sammála mér(sem betur fer).
Yfir allt þá er þetta fínasta skemmtun ef þið getið haldið ykkur vakandi alla myndina því hún er jú yfir fjóra tíma.
Stephen King kemur fram eins og venjulega, alltaf jafn hálfvitalegur… þið komist að því þegar þið sjáið þetta…

***