Leikstjóri: John Hough.
Leikarar: Pamela Franklin, Roddy McDowall, Clive Revill, Gayle Hunnicutt…etc.


“…Haunted House” myndirnar hafa nú verið ófáar í gegnum tíðina og hefur því miður farið of lítið fyirir þeim, þeir sem eru lítið fyrir þannig myndir ættu að hætta að lesa núna því ég mun líklegast fjalla einungis um þannig myndir næstu mánuð(hahahahah).
En allaveganna þá hefur þessi mynd nú orðspor, hversu stórt sem það er veit ég nú ekki en fyrir hryllingsmyndakall eins og mig þá hefur þetta nafn fundið mig oftar en einusinni.
Margir nýliðar í hryllingsmyndunum hafa misst trúna á Haunting myndum eftir að hafa séð hina íllræmdu endurgerð af The Hauntin (1999) sem var náttúrulega bara hreint út sagt léleg.
En það verður að halda áfram að leita og eftir því sem ég hef komist að í gegnum árin þá eru Haunting myndir þær einu sem “ná til mín”, þ.e. einu myndirnar sem virkilega hræða mig, þá verð ég reyndar að telja Demon myndir með.

Rannsóknarmaður nokkur fær það verkefni að kanna hið íllræmda “Hell House” til að sanna hvort það virkilega er líf eftir dauðann. Með sér fær hann konu sína, skyggn og þann eina sem lifði af síðustu heimsókn þangað.
Þau koma sér fyrir og reyna að hafa samband við hinn heiminn og ekki líður á löngu áður en furðulegir hlutir fara að gerast.
Rannsóknarmaðurinn er nú ekki alveg á því að um sé að ræða drauga og er frekar skeptískur á þetta alla myndina.
Aftur á móti þá stelpa sem kom með þeim(skyggn) og hún er á öðru máli. Síendurteknar árásir á hana og hún er nær lífi en dauða, en samt telur góði rannsóknarmaðurinn okkar að þetta sé allt annað en draugar.
Eru draugar í húsinu?
Tekur rannsóknarmaðurinn við sér nógu snemma?
Er kötturinn aðal málið?

Jæja… ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.
Ég var búinn að heyra alveg gífurlega hluti um þessa elsku áður en ég skellti mér loks á hana. Ég hef verið að búast við of mikklu því ekki fékk ég það sem ég vildi.
Allt er gott við þessa mynd NEMA sagan sjálf… þ.e. hún er ekki nógu sannfærandi(jájá ég veit…) og hún flakkar of mikið frá einu yfir í annað.
Myndatakan, hljóðið og þessar fáu tæknibrellur sem eru í þessari mynd er allt arfagott og skemmtilegt á köflum.
Leikararnir standa sig misvel en koma þau þóg öll á óvart inná milli í þessari blessuðu mynd.

**