Basic Instict er ein umtalastaðsta mynd síðustu aldar. Vegna grófra kynlífsatriða og blóðsúthellingum. Að mínu er þetta alveg frábær mynd.
Rokkstjarna að nafni John Boz er myrtur. Lögreglan rannsakar málið og grunar strax kærustu hans, Catherine Tramell um morðið. Hún er mjög dularfull og sjálfsörugg. Hún er rithöfundur og skrifaði bók sem minnti akkurat á morðið á rokkstjörnunni ári fyrr enn morðið var framið. Ekki ætla ég að fara mikið meira í söguþráðinn því það gæti skemmt fyrir.
Sharon Stone fer þvílikt á kostum í hlutverki Catherine Tramell. Og sýnir einn besta leik seinustu aldar. Einnig er Micheal Douglas frábær í hlutverki lögreglumannsins Nick Curran.
Leikstjórinn, Paul Verhoeven er þekktur fyrir misjafnar myndir. Hann hefur gert myndir einsog Total Recall, Showgirls, Robocop og Hollow Man. Það er ekki spurning að þetta er hans langbesta mynd. Handritið er líka af betri gerð. Þótt að höfundurinn á því, Jos Esztheras telst af þeim verstu í bransanum.
Kvikmyndataka Jan De Bot er algjört yndi að horfa á. Einnig er tónlistin frábær og er hún frábærlega notuð til magna upp spennuna.
Þessi mynd er einfaldlega frábær og ekki er galli á henni að finna. Basic Instinct er algjört tímamótaverk. Ekki spurning!
****/****