Myndin um hana Jessicu Stein er rómantísk gamanmynd með lesbísku ívafi. Sagan fjallar um samband þeirra Jessicu (Jennifer Westfeldt) og Helen (Heather Juergensen). Þær hafa hingað til báðar talist gagnkynhneigðar. Önnur reynt allt í kynlífinu nema konur og vill prófa en hin á í erfiðleikum með að finna karlmann sem henni líkar við. Þær ákveða því hvor í sínu lagi að kanna samband við sama kyn. Þær hittast og málin þróast og samband þeirra verður flóknara og flóknara. Og ekkert gengur hjá þeim enn.
Þetta er kannski frekar skrýtið en það er svona. Kannski ekki of oft sem maður er að sjá myndir eins og þessa. Og þá ekki Bandarískar myndir. Það sem þeim stöllum Westfeldt og Juergensen tekst er að halda í léttleikann þrátt fyrir að fjallað sé um dramtíska hluti. Þær skrifðu handritið sjálfar en það byggir á leikriti sem þær skrifuðu í sameiningu. Þeim tekst fullkomlega að forðast allar steríótýpískar ímyndir sem fólk hefur um lesbíur. Persónurnar eru skýrar og aðeins dýpri en í dæmigerðri bandarískri bíómynd. Til dæmis er Jessica næstum því jafn taugaveiklaður New York búi og Woody Allen er í sínum myndum.
Hveð lesbíuvinkil myndarinnar varðar þá er skotið inn í hana mjög fyndinni umræðu um það hvers vegna okkur strákum finnist gaman að horfa á tvær konur kyssast eða jafnvel ganga lengra. Ég held að það sé einfaldlega afar erfitt að svara því, ég gæti líklega ekki svarað því betur en aumingja gaurarnir sem reyndu í myndinni.
Það er svo leikstjórinn Charles Herman-Wurmfeld sem hefur gott tak á þessari ódýru kvikmynd. Tæknivinnan er kannski ekki á sama stalli og í dýrum Hollywood myndum. Það er þó í lagi því það er sagan og prýðilegur leikur aðalleikkvennanna sem heldur myndinni uppi. Handritið er hnyttið og áhrifamikið á réttum stöðum.
Auk þeirra Westfeldt og Juergensen er hópur tiltölulega óþekktra leikara í aðahlutverkum. Af þeim vil ég hrósa Jackie Hoffman í hlutverki Joan, bestu vinkonu Jessicu, og Scott Cohen sem leikur vinnufélaga Jessicu.
Þetta er ágæt og vel heppnuð rómantísk gamanmynd, en þær vilja prófa en eru samt ekki vissar um að þær vilja það. Ég ráðlegg fólki sem hefur náð 18 ára aldri að fara á þessa mynd, eða þá þeim sem að trysta sér að geta fylgst með allan! tímann. En það eru yfirleitt ekki allir sem að geta það :)
Björn Þór - bjorn@internet.is