Ég sá þessa mynd fyrir svona ári, en mér fannst hún bara mjög góð og fór síðan allt í einu að hugsa um hana og ákvað að fjalla aðeins um hana… :)
Þessi mynd er svona “ekta bíó mynd” sem verður helst að sjá í bíó, en ég held að hún sé ekkert slæm á videó (sá hana sko í bíó).
Söguþráður myndarinnar er svona í stuttu máli: Myndin gerist í Frakklandi (eða þar er hún framleidd) og fjallar um nokkrar menn (sem eru frekar ungir eikkað um 20 ára) og þeir eru í svona nokkurs konar félagi sem heitir Yamakasi og það sem þeir gera í því er að klifra upp hús, hoppa niður af húsum og þess háttar, þeim til skemmtunar. En einn daginn þá veikist littli vinur þeirra (sem er svona 7-10 ára) og þarf nýja lifur (ég man þetta ekki allt nákvæmlega, en þetta var einhvern veginn svona) og þá ákveða þeir félagar að ræna einhverja lækna þar sem að lifur er alveg mjög dýr og foreldrar stráksins eiga ekkert fyrir henni. Myndin er mjög flott og skemmtileg, og ég mæli með að taka hana á leigu ef þú hefur ekki séð hana. Það er svolítið síðan myndin kom á leigu (kom 28. febrúar 2002, en var frumsýnd í kvikmyndahúsum 9. nóvember 2001).
Þessi mynd er Gamanmynd- Spennumynd og er 90. mín!
Síða: www.yamakasi-lefilm.com (ég skoðaði þessa síðu, hún er á frönsku svo að ég skil voðalega lítið…)
:) BIRTA :)