Psycho er ábyggilega frægasta mynd mesta meistara kvikmyndarsögunnar, Alfred Hitchcock. Og hún inniheldur eitt frægasta atriði, eða kannski frægasta atriðið kvikmyndarsögurnar, sturtuatriðið.
Marion Crane (Janet Leigh) stingur af með peningarfúgu af vinnuveitanda sínum. Hún fer frá stórborginni og keyrir í burtu á leið til kærastans síns sem á heima í öðru fylki. Henni grunar að henni eru veitt eftirför og er mjög stressuð. Um nóttina stoppar hún í Bates-móteli og kynnist þar hinum skrítna manni Norman Bates (Anthony Perkins) sem rekur mótelið með móður sinni. En um nóttina er Marion myrt (sturtuatriðið).
Systir hennar (Vera Miles) og kærasti hennar (John Gavin) ráða einkaspæjari (Martin Balsam) til rannsaka hvarf hennar.
Tónlistin er rosalega taugatrekkjandi og aukar spennunna verulega. Klippingin er rosalega flott eins og í fræga sturtuatriðinu sjást engar blóðsúthellingar. Leikarnir standa sig frábærlega vægar satt enda er engin smá nöfn þar á ferð.
Psycho er einfaldlega algjört tímamótaverk og hreint meistaraverk. Það er ekki spurning að Psycho sé með bestu verkum Alfred´s . Með Rear Window, Vertigo og fleirum.
Þessi mynd sannar einfaldlega að Hitchcock sé undan langflestum leikstjórum og aðeins fáir hafa náð að skapa mynd í klassa Psycho.
Psycho er algjört skylduáhorf fyrir allar mannverur sem hafa efni á því að leiga sér spólu.
Kveðja Gunnar:D