The Deer Hunter fékk 5 óskarsverðlaun árið 1978. Fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn (Micheal Cimino), besta karlleik í aukahlutverk (Christopher Walken), besta hljóð og bestu klippingu. Hún átti kannski þrjár skilið. Þær fyrir klippingu, hljóð og þau sem Christhopher Walken fékk.
Þessi mynd er ein langdregnasta mynd sem ég hef séð. Hún er í þrjá klukkutíma, þótt hún ætti í mesta lagi að vera í tvo. Endalaus kvikmyndun af náttúrufegurð og ungu fólki að dansa.
Handrit er götótt og er lítið af samtölum og er eignilega lítið að gerast í myndinni. Mörgum finnst hún rosalega sorgleg. Það finnst mér ekki því áhorfandinn fær ekkert að kynnast aðalpersónunum. Maður fær bara að sjá þá að dansa og skjóta.
Myndin fjallar bara um unga menn sem hafa mjög gaman á lífunu, fara í stríð og eyðillegjast við það. Þetta hefur kannski verið ferskt efni þarna en það er það ekki núna.
Það sem bjargar myndinni eru Robert De Niro og Christopher Walken. Annars væri myndin bara algjört sorp. En ég skil ekki af hverju þetta verk á að vera klassík.
Ég gef henni eina stjörnu fyrir leik Robert´s og Walken´s og hálfa fyrir að myndin hafi verið betri á sínum tíma. En þessi mynd eldist ekki vel og er vægast sagt mjög leiðileg.
Kveðja Gunnar:D