
Myndin segir frá baðstrandabænum Amity. Þar er hættulegur hákarl er á sveimi í sjónum. Lögreglustjórinn bæjarins, Martin Broody (Roy Scheider) er mjög áhyggjufullur. Og eftir tvö dauðsföll ákveður hann að fara að drepa hákarlinn. Í lið með sér fær hann sjómanninn Quint (Robert Shaw) og nátturufræðinginn Matt Hooper (Richard Dreyfuss). Eftir það sjáum við spennandi einvígi milli hákarlsins gegn þeim félögum.
Tónlistin er frábær og tryggir meiri taugaspennu. Eini galinn sem ég finn við þessa mynd er að hákarlinn er ekki nógu raunverulegur. Sem er nátturúlega eðlilegt því myndin er frá 1975. En þessi mynd er ein af bestu myndum Spielberg´s með mörgum öðrum reyndar. En þetta er spennumynd sem allir ættu að hafa gaman af.
***½ af ****
Kveðja Gunnar:D