The Untouchables er frábær mafíósa mynd um vínbannið á tímum Al Capone. Myndinni leikstýrir hinn frábæri leikstjóri Brian De Palma og með aðalhlutverkin fara þeir Robert De Niro sem leikur Al Capone, Kevin Costner, Sean Connery, Andy Garcia og Charles Martin Smith.
Ég tel þessa mynd vera snild, það er flest allt gott við hana, handritið, myndatakan, leikstjórnin og leikurinn, þetta er allt frábær.
Sean Connery fékk óskarslerðlaunin fyrir leik sinn á persónunni skemtilegu Malone.
Malone er mjög skemtilegur karakter og hefur húmorinn í lagi.
Það getur ekkert stöðvað Al Capone, en það er lítill lögguhópur sem ætlar sér að stoppa hann, myndin snýst eifaldlega um þetta, það er fjagra manna löggu hóp sem ætlar sér að stöðva Al Capone og klíkuna hans, þetta hljómar frekar ótrúverðugt þar sem Al Capone bjó yfir miklum yfirráðum og völdum. Malone finnst þetta mjög einfalt, hann segir “ef Al Capone dregur upp hníf þá dregur þú upp byssu, ef hann ætlar að senda þig á sjúkrahúsið, sendu hann þá á líkhúsið.”
Þessi mynd innheldur eitt ógleymanlegt atriði, það er atriðið með barnavagninum, þetta er eitt af flottari atriðum sem ég hef séð og er þetta atriði sem ég á aldrei eftir að gleyma, þetta er snilld!!!! Stílinn yfir þessu er magnaður, sýnir hvað barnagrátur getur truflað mann og svo er það flott hvað þetta er sýnt hægt.
Svo er það tónlistin sem kemur frá “meistara” Ennio Morricone, en tólistin er mögnuð þó svo að “meistarinn” hafi gert betri tónlist til dæmis í myndum eins og The Good, the bad and the ugly, For a few dollars more og Once upon a time in the west.
Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum hjá mér,
Eftir að ég var búinn að horfa á þessa mynd skaust dálítið í kollin á mér. Það er varðandi það að vínbannið var afnumið.
Það var barist lengi gegn víninu en að lokum var banninu afnumið, spurningin er: gerist það sama með fíkniefnin, verða eiturlif leyfð einn daginn?
Mér finnst ekki raunhæft að bera eiturlif og vín saman en samt, ætli þetta gerist?