Gone with the wind
Ef ég ætti að lýsa þessari mynd í einu orði væri orðið einfaldlega meistaraverk.
Það er allt bókstaflega fullkomið, leikurinn er frábær hjá þeim Clark Gable, Vivien Leigh, Leslie Howard og öllum hinum.
Leikstjórnin er frábær en myndinni leikstýrir Victor Fleming, og enginn getur sagt að hann hafi staðið sig illa við að leykstýra þessari mynd, þvílík frammistaða!!
Sviðsmyndin er ein sú flottasta sem ég hef séð, hún er ótrúleg. Myndin er gerð árið 1939 en það sést sko ekki, til dæmis er atriðið Rhett og Scarlett eru að flýja úr bænum og allt brennur snilld, hvernig þetta er gert veit ég ekki, kanski þetta sé gert í alvurunni, eða bara á litlum módelum. þetta er allt svo raunverulegt og eitt er víst að engar tölvur voru notaðar við gerð þessara myndar.
Myndin fjallar aðalega um ástarmál Scarlett O´Hara sem leikin er af Vivien Leigh. Hún er þessi stelpa sem getur náð í alla menn sem hana langar í…… nema einn og auðvitað heldur hún að hún sé ástfangin af þessum eina. Þessi eini er Ashley Wilkes sem er leikinn af Leslie Howard.
Myndin gersit á tímum þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Það sjást ekki neinar orustur í myndinni en það er einblímt á líf fólksins fyrir utan stríðsin, t.d kvennana og barnanna.
Þessi mynd fær án efa ****/**** hjá mér fyrir að vera ein af betri myndum kvikmyndasögurnar.