
En það er ekki jafn auðveld og þeir halda. Ef þeir ná að komast aftur upp til himnaríkis muna þeir sanna að Drottinn hefur rangt fyrir sér og þar með eyða allri tilveru.
Drottinn almáttugur ætti nú ekki erfitt með að stoppa þessa tvo engla en hann er týndur. Þess vegna ákvað Metatron (Alan Rickman), eða rödd Guðs, engill úr æðsta englaskaranum, eða eins og þeir nefnast serafi. Ákvað að senda síðasta útsendarann, Bethany Sloane (Linda Fiorentino), að stöðva Bartleby og Loki. Hún fær enga minni menn með sér í lið en spámenninna, Jay (Jason Mewes) og Bob (Kevin Smith). Einnig með henni kemur þréttandi lærissveinninn, Rufus (Chris Rock) og eru þau fjögur rosalega fyndin saman.
Í öðrum stórum hlutverkum eru Salma Hayek sem skáldagyðjan Serendipity og Jason Lee sem fyrrverrandi skáldagyðju.
Þessi mynd er skylduáhorf fyrir alla. Ég mæli kannki ekki með fyrir þá sem getað ekki tekið Guði með kimnigáfu, til dæmis Gunnari í Krossinum. Þótt að Dogma er auðvitað bara grín er sumt í henni ekki galið.
Maðurinn bakvið myndina er Kevin Smith (Clerks, Mallrats, Chasing Amy og Jay and Silent Bob Strike Back) eins og ábyggilega flestir vita en er þetta að mínu mati hans besta mynd. Og eflaust besta grínmynd allra tíma.
3 og hálf stjarna af fjórum
Kveðja Gunnar:D