Fyrsta myndin í hinni þrælmögnuðu Godfather seríu. Eins og flestir vita er hún byggt á samnefndri skáldsögu Mario Puzo´s. Það er ekki spurning að þetta er besta og raunverulegasta mafíumynd allra tíma. Heldur ekki að þetta er ein besta kvikmynd allra tíma. Ótrulegt má þykja að Francis Ford Coppolla, leikstjóri myndarinnar, hafi ekki fengið óskarsverðlaun fyrir sína frábæru leikstjórn. Hann fékk verðlaunin samt tveimur árum síðar fyrir annan hluta Godfather seríunnar. Myndin fjallar um Don Vito Corleone og mafíufjölskyldu hans. Marlon Brando fékk óskarsverðlaun fyrir sína túlkun á Corleone. Hann á fjóra syni, Sonny Corleone (James Caan), Micheal Corleone (Al Pacino), Tom Hagen (Robert Duvall) og Freddie Corleone (Jon Cazale). Þeir synirnir eru allir trúverðugir og finnst mér Robert Duvall og James Caan bestir af þeim. Kvikmyndartakan og tónlistin eru frábær. Það er eiginlega ekkert að þessari mynd. Hérna er eitt af mestu meistaraverkum kvikmyndarsögurinnar á ferð sem er ekki hægt annað en að mæla með.
Kveðja Gunnar:D