Bara til að fyrirbyggja misskilning, þá vil ég benda á að þrátt fyrir auglýsingar sem segja hið gagnstæða, þá virka +R og +RW á MIKLU FÆRRI spilurum en -R og -RW. DV magazine gerði samanburðarprófanir fyrir stuttu, þú getur skoðað það hér
http://www.dv.com/features/features_item.jhtml?L ookupId=/xml/feature/2002/labarge0702
það þarf að vísu að skrá sig á síðunni, en það er frítt svo það er í lagi.
Það hafa verið mikil vandamál með þá sem eru að hampa +R og +RW staðlinum frá því hann kom út vegna lyga í auglýsingum. T.d. eru málaferli í gangi hérna (USA) vegna vörusvika, þar sem þeir sögðu á kassanum og öllum auglýsingum að drifið skrifaði DVD+R, en svo kom í ljós að þau skrifuðu bara DVD+RW og í bæklingnum var smáa letrið þar sem stóð að hægt væri að uppfæra drifið með hugbúnaði. Þegar svo kom í ljós að það þurfti að skipta um skrifhaus í þeim til að þau gætu skrifað DVD+R (mjög kostnaðarsamt) en var ekki hægt með hugbúnaði, þá var höfðað mál gegn nokkrum framleiðendum fyrir svik og lygar í auglýsingum fyrir hönd allra viðskiptavina. Þetta er alveg fyrir utan þá lygi að þeirra staðall sé meira samhæfur spilurum en -R (sem reyndar er “official” staðall frá sömu nefnd og bjó til upphaflega DVD staðalinn).
Ég sé það á síðunni hjá DVDxCopy að það styður núna Sony drifið, en sú útgáfa sem ég er með gerir það ekki (er með beta útgáfu b625). Ég þarf greinilega að redda mér nýju útgáfunni.
Ég gæti ekki mælt meira með Sony drifinu þó þeir borguðu mér, það er frábært í alla staði og skrifar bæði -r og +r, svo það er tryggt að þú getur skrifað diska sem hægt er að spila, sama hvaða standard spilarinn þinn ræður við.
DVD+R er ekki opinber standard og virkar bara í sirka 50% af spilurum, á meðan DVD-R virkar í u.þ.b. 90%. Skoðaðu greinina sem ég linkaði í hér að ofan til að sjá nákvæmari niðurstöður og útskýringar á málinu.
Ef þú skyldir fara að ráðum mínum og taka Sony drifið, þá skaltu halda þig frá Verbatim diskum, þeir eru þeir einu sem er eitthvað vesen með í þessu drifi.