10 bestu æluatriðin í bíómyndum Ég rakst á þennan lista á netinu og fannst hann vera það fyndin að ég varð að þýða hann og skella honum hérna inn. Hér koma 10 bestu æluatriðin í kvikmyndum.

10. Apollo 13(1995)
Hérna heiðrum við áhöfn Apollo 13 sem óhikandi stíga inn í flugherminn hjá NASA vegna þess að Ron Howard leikstjórinn vildi ekki gera þetta öðruvísi en að fara í zero gravity herminn hjá NASA sem er stundum kallaður “vomit comet”. Þannig að Tom Hanks, Kevin Bacon og Bill Paxton upplifa þyngdarleysi. Í myndinni fær Fred Hayes(Bill Paxton) einhvern vírussýkingu þegar þeir skjóta eldflaugunum á loft og þegar þeir eru vel á veg komnir ákveður þessi bandaríska hetja að skoða morgunverð sinn í þyngdarleysinu og kastar upp nokkrum fínum bitum. Svo þegar þeir ákveða að fá sér smá mat í geimnum þá hikar Fred Hayes ekki við að taka þátt og orðar það svo fylgjandi “I could eat the ass out of a dead rhinoceros” Það kallar maður hörku.

9. Trainspotting.(1996)
Í versta klósetti í Skotlandi þarf dópistinn Renton að gera þarfir sínar vegna þess að hann hefur troðið ónefndum efnum upp í óæðri endann og því fylgja þessar skemmtilegu hliðarverkanir. Í miðjum klíðum fer gossið með og Renton hikar ekki við að elta þetta dýrmæta efni í hrikalegasta afleysingarstól samfélagsins í Skotlandi. Hann nær varla andanum þegar hann kemur aftur upp af fýlu og þótt ælan er aldrei sýnd þá er sterklega gefið í skyn að hann kasti nokkrum vænum. Þetta kallar maður “going down the toilet” líf.

8.Parenthood(1989)
Í byrjun myndarinnar er Steve Martin að tala við dóttur sína og spyr hana “what´s the matter you don’t feel so good” hún svarar “mmmm” “mmmm” og þá spyr hann aftur “You feel like you wanna throw up?” og hún segir “Okay” og lætur vaða yfir föður sinn. Hann bakkar snögglega aftur og stendur kyrr. Þá kemur móðirinn inn og segir “Gil why are you standing there?” og huggar stelpuna
Gil svarar “I was waiting for her head to spin around”

7. American Pie(1999)
Í dóm sínum um þessa mynd sagði Roger Ebert “sem félagsfræðilegur áhorfandi þá var forvitnilegt að sjá sumarið 1999 hvernig síðasti veggurinn í smekkvísi Hollywood féll”. Hvernig er hægt að andmæla því ef tekið er til greina atriðið þar sem Kevin og Vicky ákveða að láta vaða í svefnherberginu. Miðaða við hversu lengi Kevin hefur beðið þá er hægt að spá fyrir því hversu mikið af safanum hans er komið fyrir í næsta bjórglasi. Grunlaus er næsti maður inn í herbergið Stifler og ónefnd ung stúlka. Stifler sýnir sínar bestu hliðar og býður henni sopa af bjórnum en hún neitar. Stifler eyðir því ekki meiri tíma í kurteisishjal heldur skellir í sig bjórnum og ég held að meira þarf ekki að segja .

6.South Park: Bigger,Longer and Uncut(1999)
Orð, hvort sem þau eru fjagra stafa eða einhver önnur, geta ekki lýst hrifningu greyið Stan´s á Wendy en æla getur það. Í langlífum brandara sem stendur í þáttunum og í myndinni er haldið því fram að þegar einhver ælir á annan í teiknimynd þá er verið að segja ÞÚ ERT SÉRSTÖK.



5. Stand By Me(1986)
Leikstjórinn einblínir á “gut feeling” í þessari hugljúfu mynd sem er byggð á sögunni The Body eftir Stephen King, hvernig er hægt að forðast ælu þegar King á þátt í málum.
Það sem allir muna eftir í þessari hugljúfu mynd er stóra feita æluatriðið.
Lardass tekur þátt í bökuátskeppni sem biður um stórslys. Þegar hann hefur lokið við að innbyrða í laumi laxerolíu og hráum eggjum þá tekur hann þátt í því að éta nokkrar bökur. Á meðan áhorfendur gera grín að honum klárar hann 5 heilar bökur og spreyjar svo yfir alla eins og æluhvirfilbylur. Þetta breytist svo í eins alsherjar æluveislu þegar allir í kring byrja að hjálpa til að launa greiðann á næsta mann. Lardass situr útataður og hlær sig máttlausan að þessari frábæru keðjuverkun sinni.

4.The Witches of Eastwick(1987)
Ef það dugar ekki að hafa Jack Nicholson í sínu ógeðslegasta hlutverki sem myrkrahöfðinginn sjálfur þá er alltaf hægt að bæta við nokkrum æluatriðum. Nornirnar ákveða að beita djöfulinn smá göldrum sem hann kenndi þeim á meðan hann er staddur á ólíklegasta staðnum KIRKJU. Þær byrja að borða ber sem valda því að út úr honum kemur talsvert af berjum með steinum og öllu.

3.The Fly(1986)
Hugtakið að leika sér að matnum öðlast nýjan skilning þegar horft er á The Fly. “Oh, that´s disgusting” segir vísindamaðurinn Seth Brundle(meira að segja nafnið hans hljómar sóðalegt) þegar hann ælir á kleinuhring. Nóg er af ógeðslegum atriðum í þessari mynd, m.a. þegar hann fer að missa ýmsa líkamsparta en einhvern veginn standa æluatriðin upp úr kássunni. Seth er að breytast nefnilega í flugu og flugur æla á mat áður en þær sjúga æluna og matinn upp. Seth gerir þetta við mat en stundum notar hann þessa sterku sýrukenndu ælu í önnur voðaverk þegar á við.

2.Monty Python´s The Meaning of Life(1983)
Þessi ælusena er ófyrirgefanleg enda er flest það sem Monthy Python hópurinn gerir ófyrirgefanlegt. Þessi sena er ógeðsleg, skammarleg og óhugnarleg. Einmitt út af því á hún heima hér á þessum lista. Hin gráðugi Hr. Creosote kemur inn á fínan franskan veitingastað. Þjónninn segir við hann “Ah good afternoon, and how are we today?”
Hann svarar “Better” þjóninn tekur við “Better?”
Og aftur hann “Better get a bucket. I´m going to throw up”
Svo borðar Hr. Creosote allt á matseðlinum og ælir því jafnóðum í fötuna af þvílíkum krafti að það kastast úr henni og yfir borðið. Svona heldur þetta áfram í smá stund og hann ælir endalaust. Fengin er skúringakona sem reynir að þrífa þetta upp en hann ælir á hana. Svo ælir hann á þjóninn einnig. Það fyllir svo mælinn þegar þjóninn kemur með mintu handa honum og hann gleypir hana þá springur hann og æla kastast í allar áttir. Á meðan það sést í innyfli hans ælir hann tvisvar í viðbót svona til að klára verkið. Hver er tilgangur lífsins?????

1.The Exorcist(1973)
Það vita allir hvað er besta æluatriðið í kvikmyndasögunni. Linda Blair er drotting ælunnar og þetta atriði þar sem 12 ára andsetinn stelpa sem er bundinn við rúm og talar eins og 25 viskýraddir í kór og fróar sér á krossum og storkar þyngdaraflinu og hefur heldur vel upplýst augu ælir yfir prest kemur aðeins á 1000 ára fresti. Það eina sem presturinn gerði var að spyrja hvert skírnarnafn móðir hans sé. Það er greinilega móðgun í andsetna heiminum. Þetta atriði þótti víst nokkuð yfirgengið á sínum tíma eitthvað var talað um yfirlið og hjartaáföll en ef þú spyrð mig þá er fólk orðið full viðkvæmt fyrir minn smekk ég meina þetta er nú bara bíómynd:)

Verði ykkur að góðu.
Kannski að maður komi með fleiri svona topp 10 lista

-cactuz