Titill: Ring
Leikstjóri: Hideo Nakata
Land: Japan
Lengd: 91 mín
Aðalhlutverk: Matsushima Nanako, Sanada Hiroyuki, og Nakatan Miki
Framleiðslu ár: 1998
Handrit: Kôji Suzuki og Hiroshi Takahashi
Tegund myndar: Hryllingur, Thriller
Já það hafa margir lofað þessa mynd og ég leigði hana í gær og hún stóðst fyllilega mínar væntingar og rúmlega það, þessi mynd er hreinn hryllingur og ég er ekki hissa á því að Kanin sé búinn að stela hugmyndinni.
Myndin er um Reiko sem er fréttamaður eða fréttakona reyndar, hún kemst á snoðir um myndband sem gerir það að verkum að allir sem horfa á það fá hringingu rétt á eftir sem tilkynnir þeim að þau muni deyja eftir nákvæmlega eina viku og auðvitað rannsakar Reiko þetta mál.
Eins og ég sagði þá er þetta pottþétt hryllingsmynd og ég var farinn að finna fyrir köldu vatni á milli skinns og hörunds, þetta er ólíkt t.d Scream 3 og H20 alveg gæða mynd sem leggur áherslu á það að taka mann á taugum.
Allir sem komu nálægt þessari mynd stóðu sig vel og má þá helst nefna tónlistina og leikstjórnina sem skapa alveg rosalega spennu.
Eina sem ég var ekki sáttur við var það að stundum sá maður ekki textann þegar hann rann saman við hvítan lit en allt í allt frábær skemmtun endilega drífið ykkur útá leigu og nælið ykkur í þessa.
****1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.