Blade var mjög vinsæl hérna um árið og þótti ofursvöl, sérstaklega Wesley Snipes sem vampúrubaninn Blade. Nú er verið að vinna að mynd nr 2 og í henni eiga vampýrurnar að vera búin að ná yfirráðum yfir jörðinni með einhverri vampýrubylgju sem óvart er sett af stað. Hljómar kannski ekki neitt rosalega vel en ég hef trú á þessari mynd. Það er vegna þess að leikstjórinn er Guillermo del Toro sem kannski enginn kannast við en hann gerði Cronos,sem er orðinn hryllingsklassík fyrir löngu. Með hann við stjórnvölin þá verður trúlegast meira af horror heldur en slagsmála atriðum en útlitið á myndinni verður pottþétt flott. Hann mun örugglega koma með öðruvísi slagsmála atriði ekki þetta týpíska Matrix eftirhermu rugl sem einkennir allar slagsmálamyndir í dag.