Ný Batman mynd
Ég veit að flestir andvarpa þegar þeir heyra að það sé ný Batman mynd að koma ég gerði það líka en síðan frétti ég hver á að gera hana og þá lyftust augnbrúnirnar. Sá maður heitir Darren Aronofsky og hann er maðurinn sem gerði Pí. Sú mynd féll misvel í kramið á fólki en hún var mjög drungaleg og frumlega gerð. Þetta er það sem Batman mynd þarf að fá, frumlegan leikstjóra sem gerir hana dökka og drungalega eins og comicbook útgáfan var. Það fyrst öllum fyrsta myndin best, af því hún var eftir þessari formúlu. Þar réð gothic útlitið ríkjum og Tim Burton gerði snilldarmynd ásamt auðvitað snilldarleik Jack Nicholson. Ég vona að Darren geti náð sömu stemmningu og í fyrstu myndinni. Nú loksins bíð ég spenntur eftir Batman mynd. Myndin á að heita Batman: Year One og á að fjalla um fyrsta ár Bruce Wayne sem Batman. Það er ekki búið að ráða í aðalhlutverkið, ég held ekki.