Ég sá grein um það á mbl.is að Geena Davis væri að fara gifta sig í þriðja sinn,í þetta skiftið einhverjum lækni að nafni Reza Jarrahy sem er 15 árum yngri en hún.Nú þar sem þetta er hið mesta hörkukvendi sem birst hefur á tjaldinu í bíómynd og mín uppáhaldsleikkona.Þessi kona hefur ekki bara leikið í bíómyndum heldur einnig reynt að komast á ólympíuleikana í Bogfimi.
Nú fyrsta hlutverk hennar var í Bíómynd Sidney´s pollacks Tootsie um mann(Dustinn Hoffman)sem var hæfileikalaus leikari sem tók upp á því að klæða sig í kvennmannsföt og leika í vinsælli sápuóperu. Geena lék persónu í þessari sápuóperu.Næst kem ég að blaðasnápnum FLETCH sem Chevy Chase lék í samnefndri kvikmynd.Hlutverk hennar var ekki mikið,en hún lék samstarfskonu Fletch á blaðinu.Síðan kom að að myndinni sem hún kynntist Jeff Goldblum í THE FLY og giftu þau sig árið 1987.Næst lék hún á móti Micheal Keaton og Alec Baldwin í mynd Tim Burtons Beetlejuice.Earth Girls Are Easy kom næst en í henni léku Jim Carrey,Jeff Goldblum og Damon Wayans.á eftir komu myndir eins og the Accidental tourist og Quick Change með Bill Murray og Randy Quaid.Þá kom fram á sjónarsviðið eitthvað sem ekki hafði sést áður Thelma and Louise ,en það var snillingurinn Ridley Scott sem réðst í gerð þeirrar myndar.Saga af tveimur konum sem stinga af eftir að þær höfðu skotið nauðgara til bana á árgerð 66" Thunderbird.Susan Sarandon var hvatamaðurinn að þessu sem átti að vera saklaus helgarferð en endaði sem harmleikur.Michael Madsen lék klikkaðan eiginmann Susan sem var á hælunum á þeim.Harvey Keitel var í hlutverki lögreglufulltrúa sem var líka á eftir þeim.Brad Pitt birtist líka í myndinni í smáhlutverki.Á eftir þessari mynd kom lægðin,hvert floppið á fætur öðru A league of their own,HERO,Angie og Speachless.Síðan kynntist hún Renny Harlin og gerði með honum tvær myndir Cutthroat Island og the long kiss goodnight.TLKG var einhver sú besta mynd sem maður hafði séð lengi,þvílíkt og annað eins.Geena Davis lék hina fyrrverandi CIA konu Charlene Baltimore sem slapp út úr hremmingum við illan leik og missir minnið.Finnst hún síðan á strönd í new Jersey og hefur nýtt líf.Hún var þá ófrísk eftir einhvern sem hún vissi ekki hver var.En þegar hún lendir í bílslysi fara minningarnar að hrúgast aftur yfir hana og draugar fortíðar banka uppá hjá henni.Með önnur hlutverk í myndinni fara Samuel L Jackson,Craig Bierko og David Morse.

Nú síðast sáum við hana í myndinni um músina knáu Stúart.Og næst munum við sjá hana í framhaldinu um Stúart.En annars er hún komin með sinn eiginn sjónsvarpsþátt sem heitir The Geena Davis show.Mér finnst að það ætti að setja hana í fleiri myndir,ekki bara gleyma henni og grafa.

KURSK