Þarna er kvikmyndin sjálf í 1.85 aspect ratio (FLAT) eða widescreen eins og það er kallað í sjónvörpunum.
Við hliðina á myndinni til vinstri (röndin sem er næst myndinni sjálfri og er í pörtum) er dts tímakóði sem notaður er til að “synca” myndina við dts hljóðspilara en hljóðið fyrir dts er geymt á geisladiskum sem eru síðan spilaðir með filmunni. Þar við hliðina er Dolby SR soundtrack, það er analog hljóð sem er lesið með photosellu. Það er 2 rásir (stereo) en formagnarinn sér síðan um að afkóða miðju rás og surround. Á milli færslugatana er síðan hið fræga Dolby Digital. Ef þið skoðið það vel þá getiði séð DD logoið í miðjunni! Cyan græna röndin sem er síðan sitthvorum megin á filmnunni er SDDS, það er að mínu mati eitt skemmtilegasta formið sem notað er þó svo að það sé að leggjast af því miður. Það getur verið allt að 8 rásir og það er einnig lítið þjappað eða aðeins 1/4 á meðan DD er 1/10 minnir mig.
Sýningarvélaranar sýna 24 svona ramma á sekúndu þannig að hefðbundin mynd er ca. 2,5km að lengd. Svona myndir eru líka þungar eða allt að 30kg (Lord of the Rings: The Return of the King).
Þessi rammi er úr myndinni Crank sem er núna í bíó. Ég ætla líka að reyna að sýna ykkur ramma af Cinemascope mynd á næstunni.
Kveðja, Sverrir.
Kveðja,