Allt hefur sína kosti og galla. Ég bý sjálfur í landi þar sem allt er talsett og það hefur átt stóran þátt í að aðstoða mig við að læra málið. Flestar þýðingar eru góðar en mest áberandi er Netflix sem býður upp á oft upp á ofboðslega lélegar talsetningar (eitt af því fáa sem ég horfi frekar á frummálinu).
Á hinn bóginn getur verkið misst sjarmann sinni í þýðingunni. Þá er bæði átt við upprunalegu raddirnar sem og atriði verksins sem illa gengur eða ekki hægt er að þýða (s.s. brandara og orðaleiki).
Ég er sjálfur sáttur með íslensku leiðina. Fyrir 330 þúsund manna þjóð (eða með innan við 500 þúsund sem tala málið á heimsvísu) borgar sig ekki þýða allt sjónvarpsefni eins og hjá þjóð sem telur 82 milljónir (eða 230 milljónir sem tala málið á heimsvísu), Vona að barnaefni verði áfram þýtt í góðum gæðum eins og hefur verið.