Sæl

Mig vantar góð ráð fyrir videotöku úti. Mig langar til að geta tekið upp videoefni úti og lýst upp viðfangsefnið t.d. fyrir gerð tónlistarmyndbands.
Ef einhver þekkir til slíkrar upptöku, hvaða tæki og tól er gott að nota fyrir lýsingu o.fl. Vísa þá á heimasíður þar sem hægt er að kaupa ljósabúnað (ljós og batterypack) sem virkar vel en setja mann samt ekki á hausinn.

Einnig væri gott að heyra í einhverjum sem hefur reynslu af steadicam merlin, þ.e. hvernig það hefur komið út og virkað. Ég er með Canon XHA1 vél.