Ég er hérna í smá vandræðum með smá myndband sem ég tók upp með tölvunni bara. Þetta er 4 min 24 sek af manneskju sem er bara kjurr fyrir framan myndavélina að tala en af einhverri ástæðu er myndbandið 4,5 gb. Það getur nú varla verið venjulegt
Þetta er .avi file. 30 fps en þegar ég spila þetta hikstar allt þvílíkt mikið.
Einhverjar hugmyndir eða er tölvan mín bara svona stórgölluð. Þarf að skila þessu á föstudaginn og helst á aðeins minna formi þannig það væri fínt að fá einhver ráð :)