Tökum bara mjög grófann reikning
segjum að allir, Leikarar og Crew taki 30þúsund krónur á mann, á dag í laun,
segjum að cameru pakkinn þinn kosti 50þúsund krónur á dag í leigu
segjum að hljóð pakkinn þinn kosti 35þúsund krónur á dag í leigu
segjum að ljósa pakkinn þinn kosti 50þúsund krónur á dag í leigu
segjum að það sé matur á mann fyrir 1000kr á dag
segjum að bensínkostnaður sé 5000kr á dag
segjum að spólur, tape, snúrur og annað “expendables” sé 5000kr á dag
reiknaðu það saman, þá ertu með hvað dagurinn þinn kostar
90min mynd á íslandi er sirka 6 vikur í tökum þannig að það sinnum 30 ef þú gefur crewinu frí um helgar… á þá áttu samt eftir að borga fyrir klippingu og hljóðsetningu
Þetta er auðvitað mjög gróft dæmi en gefur einhverja mynd á kostnaði…
Möguleikinn á hagnaði er aftur á móti gífurlegur
kostar ekki miði á íslenska bíómynd 1500kr ? segjum það allavega..
stór salur tekur kanski 300 manns ? 3 sýningar á dag, það er auðvelt að reikna það en þú selur kanski ekki upp á allar sýningar en gerum ráð fyrir því að það sé uppselt fyrstu vikuna…1500x 300=450.000 x 3 = 1.350.000 x 7 = 9.450.000kr á einni viku
Bíóið tekur helming (örugglega meira) og þú rest
Svo kemur að því að gefa út myndina á DVD þá gefurðu kanski út myndina sjálfur, prentar 5þús eintök og selur stykkið á 5000krónur 5000 x 5000 = 25.000.000 ef þú selur upp allt, diskurinn kostar þig með prentun á hulstri og vinnu við gerð disksins 1000kr stykkið (það er minna)
Svo selurðu myndina í sjónvarpið, það er kanski 5-10milljónir (örugglega minna samt)
Svo endar myndin á vídéoleigunum, geri mér reyndar enga grein fyrir hvað menn fá borgað útá svoleiðis…sjálfsagt eina upphæð, segjum 2millur kanski
ég myndi segja að það væri heilmiklir möguleikar að hagnast á bíómynd, ef hún er góð auðvitað…