Vélin sem ég er hrifnastur af núna er Sony Z7 vélin…
Full manual linsa ef þú villt, möguleiki að skipta um linsur,
Skýtur á SxS kort EÐA spólur…
Mjög góður LCD skjár…
Æðislegt náttúrulega að losna við spólurnar EN það eru ýmsar aðstæður þar sem maður getur ekkert verið að skjóta á kort eins og þegar maður er einn að skjóta fyrir heimildarmynd eða eithvað slíkt einn
…Nema maður hafi fullt af kortum auðvitað en maður þyrfti að vera með aðstoðarmann bara í að loada nánast annars… jújú þú gætir verið með laptopinn og loadað á hann í hléum…en hann verður líka batterýs laus á endanum og þessi kort mættu vera fljótari að loadast…
ég hef skotið á svona vél fyrir Ísland í dag og var frekar hrifinn, á sjálfur Canon XL-H1 vél svo að ég er ekki mikið að fara skipta um vélar strax…
hef ekki lennt í þessum rolling shutter vanda sjálfur en hef heyrt um hann…
þetta er mikið vandamál með 5D og 7D vélarnar sem eru að tröllríða öllu núna
…sem eru mjög spennandi vélar samt, sérstaklega ef þú ert ljósmyndari líka og átt einhverjar linsur…
En já…Sony Z7 finnst mér mest spennandi, þar á eftir 5D eða 7D
en ætli ég bíði ekki eftir næstu alvöru Canon vél fyrst áður en ég tek einhverja ákvörðun…