Eins og staðan er á íslandi eru tveir einstaklingar sem hafa sérstaklega lært handritagerð sem aðalfag.
Annar er í auglýsingum, hinn er að feta sig inn í kvikmyndaheiminn hægt og rólega. (tekur tíma.)
íslensk kvikmyndagerð er bara að taka barnaskref, en með hverjum þætti batnar alltaf eitthvað. (kannski fyrir utan jóhannes myndina, var næstum búinn að ganga út af henni í upphafi.)
En ég bíð spenntur eftir kvikmyndinni kurteist fólk þar sem ég hef mikla trú á bæði handritshöfundi og leikstjóra.
en svo hlakka mér nokkuð til að sjá nýju mynd Valdísar. Kóngavegur 7
En gleymum ekki að það eru nokkrir kvikmyndagerða menn að gera það gott út í heimi. Framleiðendi, leikstjóri, Valdís er reyndar hætt að klippa samkvæmt einhverju viðtali, ungur tökumaður skaut verðlauna stuttmyndina “Sniffer” glæsilega.
Það eru nokkrir góðir íslenskir kvikmyndagerða menn, flestir bara að vinna erlendis.
En það þarf alltaf einhverja í tæknibrellurnar. Ef ekki nema bara til að Color correcta sem er mjög mikilvægur þáttur til að skapa trúverðugan heim líkt og sést ef maður bera saman upprunalegar tökur úr t.d lost og svo þegar búið er að litaleiðrétta þær.
Það er ekkert mikilvægara en neitt annað í kvikmyndagerð, þetta verður að smella allt fullkomlega vel saman til að góð kvikmynd komi út. AD verður að standa sig, Leikstjóri, búningahönnuður, ljósamaður, klippari, hljóðmaður, foly, focus puller o.s.fv
Enda hafa margir engan áhuga á því að verða leikstjórar, klipparar, eða handritshöfundar. persónulega er ég mest í stöðu aðstoða leikstjóra eða framleiðanda.