Ég fékk smá hugmynd og held að það væri gaman að framkvæma hana. Ég skrifaði niður basicið af henni. Ef þú hefur áhuga á að gera þetta með mér, endilega láttu mig vita..

Hér er semsagt sagan:

ÚTI. MJÖG MIKIL BYRTA. EKKERT HLJÓÐ.

Nærmynd af manni horfa í myndavélina. Við sjáum bara í andlið á honum. Hann lyggur með hausinn á hliðinni á jörðinni. Það er eitthvað einkennilegt við augnarráð hans.

Það heyrist mannsrödd – Hugsanir mannsins

“Þetta er allt svo skrítið. Hvað gat ég gert.. -Öðruvísi. Myndi það þýða að.. nei, eflaust ekki. Hlutirnir eru bara svona. Þetta gerist bara.,,

(á meðan)
Hausinn hristist aðeins eins og einhver sé íta við honum (Slow mo). Við færumst rólega frá manninum. Það rennur rauður vökvi niður úr munninum hans. Nú sjáum við að hár hans er blóðugt.

(heldur áfram að tala)

“Við getum bara vonað, að þegar þetta gerist, þá erum við tilbúin.,,

(á meðan)
Við sjáum tvær manneskjur krjúpa við hlið hans. Það er maður að hnoða hann og kona að tala í síma, hún horfir á hann, titrar og grætur. Það er bíll við fæturnar á honum (brotin framrúða?). Það hleypur annar maður að þeim.

(heldur áfram að tala)

“Því ef maður er ekki tilbúinn. Þá á maður enga von. Þá var þetta allt til einskis.,,

Rólegt lag byrjar að spilast.

Það eru tveir strákar í fótboltabúning sem standa á ganstétt rétt hjá. Annar þeirra heldur á fótbolta milli fótboltahanskanna sinna. Þeir horfa á atburðarrásina með kökk í hálsinum.


Hljóðin frá fólkinu á staðnum heyrast dauft. Konan að gráta, maðurinn að hnoða, o.s.fr.

FADE OUT Í HVÍTT.

ENDIR.


Endilega segðu hvað þér finnst :)
Þú tapar leiknum