Mæli klárlega með Canon 550d 5d og 7d.
Flest tónlistarvídjó eru tekin á þær í dag, einni var síðasti house þátturinn tekinn á 5D.
En það þýðir náttúrulega að þú þarft external hljóðupptökutæki eins og Zoom H4 og þess háttar.
Ef þú ert að kaupa þér einhverjar svaka vélar eru þær ekki bara þúsund sinnum dýrari heldur þarftu að fara að selja þig ef þig langar í nýja linsu á þær osfv.
Ég hef átt og notað Sony HD vél, JVC HD, Sony XD-Cam Canon tekur þær allar í rassagatið. Og þá sérstaklega uppá litadýpt og gæði, svo er náttúrulega rugl að leika sér með linsuúrvalið, fátt skemmtilegra.
Canon 550D er með sama videofítus og videogæði og 7D, 7D býður upp á miklu betri ljósmyndir en 550D en er mun mun dýrari. Canon 5D hinsvegar er eitthvað allt allt annað. Ótrúlegt efni sem kemur frá henni og hægt að eftirvinna efni mun betur en frá hinum tveimur, eini mínusinn við hana er að ekki er hægt að taka upp 50/60 fps á henni.
Ég keypti mér bara 550D og hún er að rokka allt sem ég hef notað. Kostaði mig rétt rúman 200 þús kall með 16GB class 10 korti og 18-55mm linsu. Svo koma linsurnar með tímanum :)