Ég á sjálfur eina HV30 og hef verið í nákvæmlega sömu hugleiðingum.
Ef þú ert að spá í 35mm dof adpater á lágu verði þá eru JAG35 og Twoneil bestir. En ef þú ert að spá í pro adapterum þá skaltu skoða RedRockMicro, Cinevate og Letus
Inni í 35mm adapterinum þá er það sem er kallað GroundGlass, en það er matt gler sem gerir ákveðinn galdur.Munurinn á static og vibrating eru að þegar þú ert með static adapter þá setjast oft rykagnir á GroundGlassið (GG) og þá sjást þær vel og valda truflunum á mynd. En adapter með Vibrater gerir það að rykagnirnar eru ekki að bögga þig.
En munurinn á milli ódýru og dýru vibrating adapterina er sá að með dýru ertu að fá skýrari mynd og ekki er eins blörrað í hornunum.
Síðan er líka spinning adapter. En þeir eru almennt betri heldur en vibrating, en einn galli við þá að þeir þurfa Rail system vegna þyngd þeirra.
Gallinn við 35mm adapter er að myndinn snýst við. En hjá Jag35 og eflaust Twoneil geturðu fengið “Flip Hack” sem snýr myndinni á skjáinum þínum við. Þú getur einnig fengið þér flip-adapter á sem notast við spegla og laga þennann vanda.
Einnig er hægt að kaupa Shrigg-Rig sem lætur vélina snúa öfuga og lagar þannig vandann
Sjálfur ef ég myndi kaupa mér adapter þá myndi ég fá mér JAG35-E (
http://web.me.com/jehug/Adapters/JAG35E.html)En hann er vibrater og er á lágu verði. Þó svo hann gefi ekki bestu myndgæðin þá er hann fínn fyrir byrjanda.
Tvennt sem ég vil benda á þér í lokin -
Leiðbeiningar hvernig á að búa til þinn eigin spinning 35mm adapter -
http://www.mediachance.com/dvdlab/dof/index2.htmOg síða sem ég fer inná daglega-
http://www.hv20.com/Sú síða er tileinkuð HV20-30-40 vélunum, þar er verið að gefa allskonar tip og sýna hvernig á að búa til hina og þessa hluti
sibbi