Ég hef séð á netinu að sumir nota ferða dvd-spilara sem stærri skjá fyrir vídeókameruna sína. Ég er í hálfgerðum vandræðum með að sjá á skjáinn á vélinni minni stundum sökum smæðar og fannst þetta nokkuð snjöll lausn. Það þarf auðvitað að vera input á spilaranum og það er nú ekkert allt of algengt á þeim spilurum sem ég hef skoðað. En er einhver þarna úti að nota svona spilara sem skjá og hvaða aðrar lausnir eru í boði sem setja mann ekki á hausinn?
Bætt við 29. júlí 2009 - 13:22
Það er víst best að taka fram að það er fókusinn sem er aðalmálið hérna, ekki að ég sé svo blindur að ég sjái ekki á lítinn skjá.