Ég er nýbyrjaður að nota apple músina aftur og ég er aaalls ekki vanur henni og er alltaf að klikka þegar ég er ekki að reyna það og ég finn aldrei hægriklikk takkann og bara vesen..

Ég var eitthvað að skoða og fór í view>video preview og þar voru held ég fjórir valmöguleikar og hakinn var við valmöguleika sem var ekki hægt að klikka á sem var apple firewire minnir mig.
Og þá bara allt í einu heyrist bara hljóðið í viewernum, ekkert video!
Ég fór auðvitað bara aftur í video preview og ætlaði að setja aftur á gamla valmöguleikann en þá var hann bara farinn!
Svo ég fór í preferences og allar þessar stillingar en ég var bara hræddur ða um að skemma eitthvað meira með því að fikta í sumu af því..

Eitthver sem kann að laga þetta?
Stjórnandi á /hjol