Ef þig vantar hjálp við eitthvað tengt myndagerð þá bíð ég mig fram.. maður á það nefnielga til ,veit ég, að vanta auka fólk til að hjálpa sér í einhverjum verkefnum!
Þannig að ef þú ert að gera stuttmynd og vantar auka Krú þá getur þú sent mér mail og ég er til í að hjálpa til ef ég hef tíma =D
Ástæðan er einmiett til þess að afla mér meiri reynslu og kynnast fólki sem hefur þetta áhugamál. Ég hef bara verið að fikta við sketcha og stuttmyndir (Hef þá verið að taka upp og klippa) Ég hef rosalega gaman af því að gera special effekt eins og ég gerði hér: http://www.youtube.com/watch?v=WDEREyCxQFQ og hér http://www.youtube.com/watch?v=AovcTXyKyoo.
Ég hef bara notað Pinnacle Studio og nú Sony Vegas við klippingar. Annars er ég bara “sjálflærður” og vil bæta við þekkinguna eins mikið og ég mögulega get..
Já okei .. Ég nota líka Sony Vegas sko .. og studum AE fyrir effecta .. En ég byrjaði í þessu þegar ég var svona 11-12 ára með stafræna myndavél sem tekur video og var að gera sketsa þá .. en árið 2007 gerði ég stuttmynd sem heitir Djöflastyttan og var það svona “frumraun” mín í þessum “bransa” En árið 2008-2009 gerði ég myndina Pís of Pæ .. En ég er annars bara “byrjandi í þessum bransa” og hef altaf gaman að “sjálflæra” mig meira í kvikmyndagerð og fór ég til að mynda á námskeið í kvikmyndagerð á dögunum =D og núna er ég að verða 16 ára =P
Flottur! Er ekki hægt að sjá vídeóin þín? Annars er ég og félagar mínir að vinna að Zombie mynd sem verður í lengri kanntinum (10-30min) og munum eflaust þurfa eins mikið af aðstoð og hægt er. En þetta verður líklega tekið upp næsta ári. Við erum búnir að eyða hálfu ári í að pæla eins og er.. Svo erum við með önnur minni verkefni sem við ætlum að gera í Júlí sem við ætlum að vanda okkur við og gera flott.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..