Er ekki málið að pósta svona 2-3 stuttmyndum sem þið hafið gert hérna inná?

(Sko svara þessum korki bara, ekki vera að senda inn í greinar eða þennan lista fyrir ofan korkana).

Ég sá að það var einn korkur sem bað um stutt youtube rusl og það komu alveg heil tvö svör á hann þannig ég vonast eftir aðeins betri svörum núna?

Allavega eru hérna nokkrar frá mér. Virkilega heimskulegar. Illa gerðar og teknar á stuttum tíma. (yfirleitt samin á staðnum)

Epic Krass - litli bróðir minn að detta á sleðanum sínum, bara hálf mínúta en, fínt sosem.

Dularfulla Ránið - Flippmynd gerð á sirka korteri, samin á staðnum. Fjallar um Vörð og Ræningja og ránið

Red Bull Roundup 2 - Ekki beint mitt, ekki heldur beint stuttmynd. Þetta var semsagt keppni hjá pinkbike.com þar sem maður mátti downloada klippum frá þessari keppni og klippa aftur.

Galdramaðurinn - Stuttmynd sem ég og frændi minn gerðum. Fjallar um tvo stráka sem fara inn í hús galdrakallssem ráfar enn um ganga hússins…

Útlandaferðin - Skólaverkefni. Ekkert svakalega vandað og langdregið á köflum. Flipp Flipp Flipp…

Annars er ég að plana að gera almennilegar stuttmyndir…

Bætt við 1. apríl 2009 - 23:22
Sé það núna að ég sagði “2-3 stuttmyndum”

Ég setti víst 5…
Stjórnandi á /hjol