Mér finnst vanta að lífga uppá þetta áhugamál! Ég sé að það hefur verið lítið um þátttöku í stuttmyndakeppnum sem hafa verið hér en hvað segið þið um að reyna aftur? Hvað eru annars margir virkir á þessu áhugamáli?
Ég var lengi að reyna setja saman nýja stuttmyndakeppni en gékk illa að redda verðlaunum…þó það þurfi náttúruleg ekki að snúast um það en svo var þáttakan hérna orðin svo lítil að ég gaf soldið upp vonina…
Ég kíki hingað inn oft á dag. Það væri alveg frábært ef að það væri hægt að hafa stuttmyndakeppni og verðlaunin kannski eitthvað sem kæmi manni að gagni sem kvikmyndagerðarmaður, ekki bara huga stig eða eitthvað. Bara hugmynd :)
Varðandi stuttmyndakeppnir. Það þarf ekkert svoleiðis, eina sem þarf er að fólk sendi inn e-ð efni til að halda þessu á lífi :), synd hvað maður hefur verið slakur við það sjálfur :P. Síðan upp frá því gætu komið ýmsar keppnir. (verðlaun ættu ekki að skipta máli :))
Ég er sammála um að það þurfi ekki, en það er samt gaman að hafa smá keppnisfíling. Mér persónulega er alveg sama hvort að það sé vinningur eða ekki.. ég myndi gera þetta fyrir skemmtuninga og auðvitað til að reyna vinna hina:)
Eftir að Youtube.com og Vimeo.com urðu til dó eiginlega þetta að senda inn efni…fólk býr bara til greinar um það sem það er að búa til, verður að vera alvöru grein annars fer það bara í korkinn og setur embedded linkinn í greinina
bara leikin stuttmynd, 1-2 mínóta að lengd Allt leyfilegt - ef pabbi þinn er besti tökumaður á landinu máttu láta hann skjóta hana, ef Baltasar Kormákur er frændi þinn má hann leika í henni
mér lýst vel á þetta. en svona til að svara umræðuni þá kíki ég hér inn mjög reglulega en þegar maður sendir inn eitthvað video til að fá álit eða eitthvað þá fær maður bara eitt eða tvö svör :/ og takk fyrir síðast (vorum eitthvað að spjalla á eistnaflugi 2008 ;))
ég reyni að kíkja inn á hverjum degi, eina sem ég geri er að fara yfir korkana og sjá hvort ég geti aðstoðað einhverja með einhver vandamál.
en ég hef tekið eftir því að maður er farinn að þekkja næstum öll nikkin sem svara.
hehe, ég var að tékka á stöðunni hjá mér og uppgötvaði að ég hef ekki sent inn grein á þetta áhugamál síðan í janúar 2006 en á meðan það er fólk með tæknispurningar, þá ætla ég að halda áfram að koma hingað inn og svara þeim :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..