Jæja, semsagt. Eftir að Panasonic vélin sem ég keypti í fyrra tók upp á því að bila EFTIR Elko viðgerðina sína í gær, fékk ég hjá þeim svona “forfallavél” til að nota á meðan þeir löguðu mína. Vélin sem ég er því með í höndunum er Panasonic NV-GS300. Ágætis vél.
Þegar ég ætlaði að flytja klippurnar yfir á tölvuna í gærkvöldi (er með Windows XP og Adobe Premier forritið), tengdi ég græjuna með Firewire snúru, kveikti á henni og beið. Vissulega heyrðist hljóðið sem kemur þegar maður tengir eitthvað utanaðkomandi við tölvur, svona “dúmmdúmm”, en það kom enginn skjár upp sem spurði mig hvað ég vildi gera. Það gerðist bara ekki neitt. Eftir að hafa prufað að tengja vélina margoft reyndi ég að sannfæra Premier og Windows Movie Maker um að capture-a, en þeir sögðu báðir að það væri engin vél tengd.
Það er í góðu lagi með snúruna, hana notaði ég síðast fyrir viku, og vélin er glæný. Mér datt helst í hug að það vantaði einhvern driver fyrir vélina, þannig að ég opnaði diskinn sem fylgdi með og innstallaði einhverjum USB driver. Það gerði ekkert gagn.
Þannig að, spurningin er, veit einhver um driver fyrir Panasonic NV-GS300 Digital Video Camera sem ég get downloadað, eða better yet, veit einhver hvað er eiginlega í gangi?
Takk kærlega