Já ég er í agalegum vandræðum. Fékk Final Cut Pro í gær og ég er nú búin að setja þetta upp og hlaða inn hluta af heimildarmynd sem ég er að taka upp.

En já þá kemur málið. Myndin er öll þarna inni í einum part, hélt að final cut myndi spilita automatískt niður hverju skoti en svo var greinilega ekki. En þá er ég með aðra byrjendaspurningu. Mér tekst bara ekki að klippa í þessu forriti. Er að reyna að klippa saman eitt atriði og ég bara greinilega kann ekki að klippa fælinn í sundur. Er búin að leita að slit og öllu mögulegu og setja eitthvað marker eða eitthvað á Viewerinn…

Hvernig klippi ég í þessu forriti hehe, vill helst klippa atriðin niður áður en ég fer að raða niður á timeline.

Hélt þetta væri svona eins og í iMovie en það var nú öðru nær..

Bætt við 17. nóvember 2008 - 23:34
Og já get ég stillt final cut þannig að hver og eitt skot splitast automatískt niður. Því þegar maður er að taka upp heimildarmynd þá tekur maður upp ýmislegt sem maður svo kannski notar ekki þannig það væri gott í frmatíðinni að hvert skot kæmi inn eins og fæll svo gæti maður bara klippt framanaf eða aftanaf. og raðað niður á timeline.
Cinemeccanica