Jæja,
Hvernig lýst mönnum og konum á það að nú fari SLR-myndavélar
(eins og t.d. Nikon D90
http://www.bhphotovideo.com/c/product/580241-REG/Nikon_25446_D90_SLR_Digital_Camera.html
og væntanlegt útspil Canon, nýja EOS 5D mark II)
að koma með hreyfimynda upptöku möguleika?
Nikoninn tekur video í 720p high-definition, en ég býst við að fljótlega komi fleiri vélar með þessum video fítus, og þá með 1080p upplausn. Þessar vélar geyma svo náttúrulega efnið á minniskorti, sem er einstaklega þægilegur geymslumáti.
Mér finnst þetta vera all svakalega nett, og sé fyrir mér þvílíka möguleika fyrir amateura í kvikmyndagerð að nota þetta frekar heldur en þessar hefðbundnu heimilis video-kamerur. Þarna er náttúrulega hægt að skipta um linsur eins og maður vill, endalaust hægt að leika sér með manual fókus, grunnt depth of field og fleira sem getur sett mikinn svip á stuttmyndina. Í þessum vélum eru svo miklu stærri og (oftast) betri myndflögur, með margfalt betri ljósnæmni, og ættu myndgæðin sjálf þess vegna að vera enn betri.
p.s.
hér er að lokum linkur á video sem eru tekin með nikon d90, ekki í fullum gæðum.
http://chsvimg.nikon.com/products/imaging/lineup/d90/en/d-movie/
Hvernig er það, sjáið þið fyrir ykkur að þið mynduð nota SLR ljósmyndavél til að taka upp stuttmyndir?