Ég veit ekkert hvort ég er að pirra alla hérna með spurningu sem hefur komið milljón sinnum áður :) … en allavega, ég er með spurningu.

Ég er búin að vera í einhvern tíma mikið í ljósmyndun og er búin að átta mig á að videolistin er eiginlega svona næsta listform fyrir mig, langar að prófa eitthvað nýtt og þetta er það sem er mest spennandi. Ég á enga videovél, en ég á myndavél, svo ég ætla að prófa að gera stop-motion.

Ég prófaði um daginn að gera eina sem ég setti saman í Adobe ImageReady en bæði það að þetta forrit er stórt og hægt og það er svo flókið (eins og önnur Adobe forrit) að ég nenni varla að nota það. Svo kann ég heldur ekki að setja hljóð undir

Hvaða forrit er best að nota? Er ekki eitthvað flash forrit eða eitthvað? Eitthvað sem er auðvelt að setja ljósmyndir inn í, raða þeim saman og setja tónlist undir. Þarf ekki að geta breytt neinu öðru.

Hérna er prufan sem ég gerði í ImageReady:
http://flickr.com/photos/aegishjalmur/2533097388/

Bætt við 14. júní 2008 - 00:59
Ég er svo vitlaus, hefði náttúrulega átt að setja þetta í “Hjálp”. Það er svona að vera þreyttur inni á huga …