Er það skylda að upptöku-/hljóðvinnslulið sé nördalegt?
Ég var á aðventutónleikum með Garðari Cortes og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands núna í desember og sá þá dálítið sem mér finnst allt of algengt. Þennig var málið að allir gestir voru klæddir í sitt fínasta púss og snyrtilegir í meira lagi. Hins vegar var þarna lið að taka upp, bæði hljóð og mynd, og auðvitað leit það út eins og nýkomið af tölvunördaráðstefnu. Einn var meira að segja í Star-Wars bol með mynd af Darth Vader. Nú spyr ég bara: Er til of mikils ætlast að fólk sem vinnur í kringum svona atburði sé skikkanlega til fara? Þegar viðburðurinn býður upp á snyrtilegan klæðaburð þá eiga allir að fara eftir því, líka þeir sem eru mættir til að vinna. Ég er viss um að þetta er ekki algilt en of algengt er það fyrir því.