Jæja ég játa.. ég er noob á apple. hef bara eiginlega aldrei notað það. En ég skellti mér inní apple umboðið á laugarveginum núna á dögunum. Spjallaði við þennan líka hressa starfsmann og var svona að biðja hann um að ráðleggja mér hvers kyns tölvu ég þyrfti væri ætlunin að fara að klippa sjónvarpsþátt. Sem ég er að gera núna og er að nota adobe premire og gengur reynda bara vel á því.. PC stendur náttúrlega fyrir sínu.. En tölvan sem hann mældi með kostaði 250 þúsund kall. Og mér fannst það nú svolítill peningur miðað við að þetta væri bara að fara í klippingu á sjónvarpsþáttum. Eða þið skiljið, ekki notuð í neitt annað. En þetta var málið sagði hann, ég var að hugsa um að kaupa hana bara þarna á staðnum en ákvað að sitja hjá og athuga hvort einhver hér væri nokkuð að selja apple klippivél sem á að vera gott að klippa á. Get ég ómögulegega komist af með kannski 100 þúsund og svo kaupi ég Final cut studio. er að pæla í að athuga hvort hægt sé að fá góða klippitölvu á um 100 þúsund og þá mac.


Jæja apple nördar.. fræðið mig. Hvaða vél ætti ég að kaupa ef ég er að fara að klippa sjónvarsþátt sem fer í sjónvarp á final cut studio.. eða á ég að halda mér við premiere frá adobe?

Endilega reynum að halda lífi í þessu áhugamáli, leiðinlegt að sjá hvað póstum hér hefur fækkað gífurlega.
Cinemeccanica