Ég vinn sem sýningarmaður í bíói hér á höfuðborgarsvæðinu og get sagt þér að svona filma er fokdýr.
Það sem þarf að hafa í huga í upptöku er auðvitað það að taka myndina upp í 24 römmum á secundu.. Það hefur alveg skeð að myndir sem hafa verið teknar á digital vélar á 30 römmum á secundu og svo er myndin sett á 35mm filmu (24 rammar á secundu) að þá kemur auðvitað smá flökkt á myndina.. Samt ekkert til að trufla en það skemmir samt sem áður fyrir og ekki alveg jafn skemmtilegt að horfa þannig. en jújú svona dæmi eru alveg til og áhorfandi svosem tekur ekki eftir þessu þannig lagað.
Hvað varðar kostnaðinn á þetta þá held ég að það sé nokkuð víst að þú hafir ekki efni á þessu. Ef þú ert með klukkutíma mynd og lætur setja hana á filmu þá mun það kosta þig að minnsta kosti eina og hálfa milljón! bara fyrir eitt eintak. Svo ef þetta er mynd í fullri lengd 2 tímar kannski þá er kostnaðurinn kominn uppí 3 milljónir á hvert eintak. Og ef þessi mynd þín myndi svo fara í bíó, t.d. Regnbogann, Smárabíó og Háskólabíó þá þarftu að láta gera þrjú eintök fyrir þig og það mun kosta þig ekki undir 9 milljónum. Svo þetta er dýrt og ekki fyrir hvern sem er að gera.
Það fyrirtæki sem hefur verið að setja íslenskar myndir á filmu er staðsett í danmörku og heitir Nordisk Film.
http://www.nordiskfilm.com/Hollywood kvikmyndirnar koma aftur á móti oftast nær frá fyrirtæki sem heitir Deluxe… Og er heimasíðan þeirra
http://www.bydeluxe.com/Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni.