Langaði bara að athuga með ykkur. Hafði þið lent í því að týna MiniDV spólum (eða bara hvers kyns upptökuspólum) og með efni á sem að tók hellings tíma að gera.

Ég er að vinna að sjónvarpsmynd sem fer mjög líklega í sjónvarp þegar hún er tilbúin. En nú er ég í rugli hérna. Ég var með tvær fullar MiniDV spólur sem ég var búinn að taka upp og ég finn þær ekki. Ég hafði þær sér og þær voru báðar saman en ég bara finn þær ekki. Þvílíkt vesen. En ég er viss um að þær eru hérna einhverstaðar heima. Var búinn að setja þær á einhvern góðan stað hérna en nógu góðan svo ég finni þær ekki. Ég sker mig á púls ef að ég er búinn að týna þeim að eilífu. hehe það væri nú meira vesenið..

Hafið þið einhverntíman týnt spólum með frumritinu af ákveðnu efni og ekki fundið þær aftur?
Cinemeccanica